Vísitölur Pyngjunnar

25.11.2022

Eyðsluvísitala Sem fyrr eru litlar hreyfingar á undirliðum eyðsluvísitölu. Flug til Köben yfir station helgi er þó að lækka stórkostlega. Þetta gefur góð fyrirheit. Þó er Olíuverð í dag lægra en það var áður en stríð skall á í Úkraínu. AFHVERJU ER EKKI HELVÍTIS BENSÍNIÐ AÐ LÆKKA? Eignavísitala Eignafólk fagnar annari hækkun í röð og …

25.11.2022 Read More »

18.11.2022

Eyðsluvísitala Hin almenna eyðslukló blæðir þessa vikuna. Eyðsluvísitalan hefur aldrei mælst eins há og í dag en stjórnlaus hækkun á flugi milli vikna er farin að bíta. Lítil hreyfing annarsstaðar og vísitölunefnd íhugar alvarlega að breyta undirliðum. Eignavísitala Það er kátt á hjalla hjá eignafólki þessa vikuna. Augljóst “uptrend” er á eignavísitölunni, þrátt fyrir þráláta …

18.11.2022 Read More »

11.11.2022

Eyðsluvísitala Hryllileg vika fyrir hinn lúna launþega. Bensín að hækka og flug til Köben orðið að munaðarvöru. Það er harmleikur í uppsiglingu. Eignavísitala Staðan á eignamörkuðum er ekki fyrir viðkvæma í augnablikinu. Fasteignir eru þó á hraðri uppleið en meðaltal fimm ódýrustu fasteigna í 101 Reykjavík hefur aldrei mælst eins hátt – sem er vel …

11.11.2022 Read More »

04.11.2022

Eyðsluvísitala Það dróg til stórtíðinda fyrir neytendur í vikunni en þar átti sér stað fyrsta hækkun á matvöru frá upphafi mælinga. Þar var Sóma Spicy Tuna hækkað úr 450 kr. í 460 kr. milli vikna. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir hinn skuldsetta millistjórnanda sem heldur að sér hverri krónu í matarinnkaupunum. Flug til Köben …

04.11.2022 Read More »

28.10.2022

Eyðsluvísitala Jæja, nú er þetta hætt að vera spaugilegt. Krónan haggar ekki við verðum hjá sér þessa vikuna frekar en þá fyrri.  Bensínmarkaður virðist einnig vera í frosti aðra vikuna í röð. Góðu fréttirnar eru þó þær að flug yfir stationhelgi til Köben er að hríðfalla í verði. Nú hoppar hinn almenni launþegi um af …

28.10.2022 Read More »

21.10.2022

Eyðsluvísitala Hinn meðvirki millistjórnandi hefur átt verri daga. Flugið til köben er að droppa 15% milli vikna eftir miklar hækkanir vikurnar á undan. Upphaflegt vægi stóð í 25% af vísitölunni, en fór hæst upp í 39% í síðustu viku og er farið að ógna hámarksviðmiði einstakrar vöru. Þetta gæti þurft að endurskoða. Allt annað er …

21.10.2022 Read More »

14.10.2022

Eyðsluvísitala Það verður fátt annað sagt þessa vikuna en að stétt hinna dvínandi deildarstjóra er að að upplifa ömurlega daga. Það er búið að mála markaðinn, eyðsluvísitöluna og nærbuxurnar rauðar þessa vikuna. Vegur þar þyngst 28% hækkun á flugi til Köben yfir stationhelgi. Play time is over, take a shower. Eignavísitala það er ófátt auðfólkið …

14.10.2022 Read More »

07.10.2022

Eyðsluvísitala Hún var svæsin hækkunin sem herjaði á neytandann þessa vikuna. Mat- og drykkjarvörur hreyfðust blessunarlega ekkert. Bensín líterinn hækkaði örlítið en hér verðum við að fá að veita íslensku flugfélögunum aðhald. Icelandair og Play hljóta að geta boðið betur en 37.545 kr. flugfargjald yfir station helgi (fim-sun) til Köben, en í þetta skiptið bauð …

07.10.2022 Read More »

Kynning Vísitalna

Við kynnum til leiks Vísitölur Pyngjunnar sem samanstanda af neysluvísitölu og eignavísitölu. Þar sem þetta er fyrsta fréttabréf hefjum við leik á því að kynna vísitölurnar, vægi og frekari skýringu undirliða og verði/gengi í viðhengi hér að neðan. Í fréttabréfum framtíðarinnar komum við ekki til með að útskýra einstaka liði eins og við gerum hér …

Kynning Vísitalna Read More »