Kynning Vísitalna

Við kynnum til leiks Vísitölur Pyngjunnar sem samanstanda af neysluvísitölu og eignavísitölu. Þar sem þetta er fyrsta fréttabréf hefjum við leik á því að kynna vísitölurnar, vægi og frekari skýringu undirliða og verði/gengi í viðhengi hér að neðan. Í fréttabréfum framtíðarinnar komum við ekki til með að útskýra einstaka liði eins og við gerum hér í viðaukanum, heldur einungis birta gengi vísitalnanna og undirliða á milli vikna.

Eyðsluvísitala Pyngjunnar

Eyðsluvísitala Pyngjunnar er ætluð til þess að veita ríkisvaldinu aðhald í hagstjórn landsins. Við teljum vísitöluna endurspegla neysluhegðun hins venjulega launþega á talsvert betri hátt en sjálf vísitala neysluverðs sem enginn tekur mark á lengur. Okkar kynslóð nennir ekki að bíða í mánuð eftir birtingu 12 mánaða hækkunar á vísitölu neysluverðs til að sjá hvort verðbólga eða hjöðnun sé í landinu – við viljum fá þessar upplýsingar strax og því verður tilkynnt um verðlagsbreytingu milli vikna og kallast það hér með Pyngjubólga eða Pyngjuhjöðnun. Upphafsdagur vísitölunnar er 30.september 2022 og hefur upphafsgildi hennar verið jafnað í 100. Hér að neðan má sjá samsetningu vísitölunnar ásamt vægi einstakra liða: 

Hvítur monster
(Krónan)

Hvítan monster þekkjum við öll… Hann hefur staðið sína plikt við að svala þorsta hins vansæla millistjórnanda síðan hann kom á markað

Vægi: 15%

Verð: 196 kr.

Flug til Köben
(Dohop – Beint flug)

Eftirlæti launþegans er að kíkja til köben yfir station helgi og gera vel við sig í mat og drykk.

Vægi: 25%

Verð: 24.820 kr.    

Bensín
(Ódýrast) 

Á meðan auðvaldið hleður á kvöldin elskar launþeginn að vakta bensínið og fylla á Cruiserinn. Ath. að Costco telur ekki!

Vægi: 25%

Verð: 298,7 kr.  

   

Nautahakk
(Krónan) 

Unnið nautahakk er hægt að setja í pítu, taco, burger, eða éta hrátt eins og Sigmundur Davíð.

Vægi: 12%

Verð: 3.099 kr. (kg)    

Sóma Spicy Tuna
(Krónan)  

Við eigum dönum allt að þakka fyrir sterkt túnfisksalat. Staðalbúnaður millistjórnenda í millimál.

Vægi: 8%

Verð: 450 kr.   

Bjór
(Ódýrasti í ÁTVR)  

 “þetta er best value for prómill”, allir millistjórnendur sem kaupa ódýran bjór í vísindaferð.

Vægi: 15% 

Verð: 189 kr.    

Eignavísitala Pyngjunnar

Eignavísitala Pyngjunnar er fyrsta sinnar tegundar hér á landi frá því á hrunsárum. Okkur fannst eðlilegt að vekja þessa vísitölu upp úr dvala þar sem annar hver menntskælingur er farinn að fjárfesta í rafmyntum í gegnum nýju Iphone símana sína með Rolex úrið lafandi á úlnliðnum. Vísitalan er þó ætluð að endurspegla hvort um sé að ræða góðæri eða volæði hjá hinum almenna launþega sem sífellt færir sig lengra upp skaftið með allskonar glórulausum fjárfestingum. Líkt og fyrir Eyðsluvísitölu Pyngjunnar þá verður Eignavísitalan uppfærð vikulega. Upphafsdagur vísitölunnar er 30.september 2022 og hefur upphafsgildi hennar verið jafnað í 100. Hér að neðan má sjá samsetningu vísitölunnar ásamt vægi einstakra liða: 

Hlutabréf
(ICEAIR)

Viltu verða milljónamæringur? Þá tekur þú milljarðamæring og lætur hann fjárfesta í flugfélagi. Pyngjan Approved.

Vægi: 20%

Gengi: 1,77 kr.    

Rafmynt
(Bitcoin) 

Það vita allir að rottur og bankar éta peningana þína ef þú geymir þá á bók eða undir kodda.

Vægi: 15%

Gengi: 2.859.781 kr.  

Úr
(Rolex – Panda)

Öll vitum við að Nýríkir kúrekar og landsliðsmenn elska bara tvennt; ferðast, cash og kaupa fancy Rolex úr.

Vægi: 15% 

Gengi: 4.972.716 kr.    

   

Fasteign
(Meðaltal 5 ódýrustu íbúða í 101)

Ekki að ástæðulausu að 90% af ríkasta fólki í heiminum á fasteign. Hvaða hálfviti sem er getur orðið ríkur á’essu.

Vægi: 30%

Gengi: 32.900.000 kr.    

Skuldabréf
(RIKB 31 0124)

Það hata allir skuldabréf nema þeir sem kunna að græða á þeim. Launþeginn er að verða sífellt snjallari í þessum fjárfestingum.

Vægi: 10%

Gengi: 103,55 kr.    

NFT
(Bored ape – floor price)

Alvöru hugsjónafólk sem breytir aurum í krónur kunna að flippa öpum, landskikum og jpg’s í platpeningahagkerfi framtíðarinnar. 

Vægi: 10%

Gengi: 16.282.397 kr.