07.10.2022

Eyðsluvísitala

Hún var svæsin hækkunin sem herjaði á neytandann þessa vikuna. Mat- og drykkjarvörur hreyfðust blessunarlega ekkert. Bensín líterinn hækkaði örlítið en hér verðum við að fá að veita íslensku flugfélögunum aðhald. Icelandair og Play hljóta að geta boðið betur en 37.545 kr. flugfargjald yfir station helgi (fim-sun) til Köben, en í þetta skiptið bauð SAS best. Þetta finnst hinum ízlenska neytanda ekki boðlegt. 13,04% hækkun staðreynd og það er hart í ári hjá hinum almenna launþega sem þarf að fara að huga að hverri krónu sem fer í pyngjuna.

Eignavísitala

Þetta var slæm vika fyrir eignasafn launþegans og alveg ferleg byrjun á mælingum vísitölunnar. 2,36% samdráttur á milli vikna er raunin og á sér þá skýringu helsta að fasteignaliðurinn lækkaði milli vikna sem nemur heilum 9%Bogi’s blue army hjá Icelandair vóg þó upp á móti og kom í veg fyrir algera niðurlægingu með 5,65% hækkun.