04.11.2022

Eyðsluvísitala

Það dróg til stórtíðinda fyrir neytendur í vikunni en þar átti sér stað fyrsta hækkun á matvöru frá upphafi mælinga. Þar var Sóma Spicy Tuna hækkað úr 450 kr. í 460 kr. milli vikna. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir hinn skuldsetta millistjórnanda sem heldur að sér hverri krónu í matarinnkaupunum. Flug til Köben er þó að lækka sem er vísir á góðæri. Bensínmarkaður er í frosti þriðju vikuna í röð en það er spurning hversu lengi íslensku Ólígarkarnir ætla að murka líftóruna úr Eyðslu-Ebbum þessa lands.

Eignavísitala

Fjármagnseigendur hoppa um af kæti þessa vikuna en Eignavísitalan hefur aldrei mælst eins há frá upphafi mælinga. Þeir auðmenn sem hafa gírað sig í hlutabréfum Icelandair eiga þó ekki sjö dagana sæla. Aftur á móti er fasteignaliðurinn að hækka umtalsvert en íbúðir í 101 hafa verið að rjúka út eins og heitar lummur í vikunni. Það er því ástæða til bjartsýni hjá eignafólki og það má leiða að því líkum að Eignavísitalan hafi nú þegar skrapað botninn í harmleiknum sem átti sér stað milli 7. og 14.október.