Eyðsluvísitala
Hinn meðvirki millistjórnandi hefur átt verri daga. Flugið til köben er að droppa 15% milli vikna eftir miklar hækkanir vikurnar á undan. Upphaflegt vægi stóð í 25% af vísitölunni, en fór hæst upp í 39% í síðustu viku og er farið að ógna hámarksviðmiði einstakrar vöru. Þetta gæti þurft að endurskoða. Allt annað er eins og ylvolgur raunveruleikinn – lífið stendur í stað.
Eignavísitala
Loksins jákvæð hreyfing á eignavísitölu. Hún rís upp úr öskunni líkt og fuglinn Fönix þessa vikuna en eftir hagvaxtaspá Landsbankans í vikunni er alls ekki ólíklegt að Eignavísitalan sé búin að skrapa botninn.