Leikskipulag Bjössa braskara

Þeir eru ófáir peningapésarnir sem hafa auðgast á fasteignum. Enginn þó meira heldur en Bjössi Braskari. Í óformlegu kaffispjalli við Bjössa braskara nýverið ældi hann upp úr sér helstu leiðinni til að auðgast á einkafjárfestum. Einkafjárfestunum sem eru að eyðileggja fasteignamarkaðinn sagði hann. Við skulum kíkja í vasabók auðmannsins Bjössa braskara:

Leikskipulag Bjössa braskara

  • Vextir eru búnir að sirkabát tvöfaldast á 15 mánuðum. = um 100% Hærri greiðslubyrði á mánuði
  • Einkahlutafélög (ehf.) fá einungis breytileg lán og hámarkslánatími er í flestum tilfellum 20-25 ár. = Enn hærri greiðslubyrði á mánuði
  • Hinn einfaldi einkafjárfestir er núna í fjölda tilfella fastur í langtímasamningum við leigjendur og greiðslubyrðin er að éta upp eigið fé. = Tækifæri bjössa braskara.
  • Bjössi er með einfalt ráð. Hann skannar allar eignir skráðar á fasteignir.visir.is og kemst að því hvort þær séu í eigu ehf. Því næst býður hann 10-15% undir uppsettu verði og lofar 5% útborgun við kaupsamning, 5% við afsal og fær restina á 90% seljendaláni.

Bjössi braskari leggur því minna út en ella og tekur á sig sömu áhættu og aðrir en setur eignina beint í útleigu til Ferðamanna. Nú getur Bjössi braskari sofið rótt.