Pyngjan er hliðaverkefni tveggja wannabe-peningapésa sem elska ekkert heitar en að spá og spekúlera í rekstri, viðskiptum, fjármálum og athafnafólki. Hlaðvarpið byrjaði sem tíu þátta sería um greiningu skemmtilegra fyrirtækja þar sem pyngjur eigenda eru skoðaðar ásamt léttri greiningu á ársreiknginum fyrirtækjanna sem þau eiga.
Þátturinn er í umsjá Arnar Þór Ólafssonar og Ingva Þórs Georgssonar. Báðir eru sprenglærðir háskólagráðusafnarar með létta sýn á lífið og tilveruna.