Þó við teljum það fari okkur afskaplega vel að tala kómískt um ársreikninga og byggjum upp vanmat á eigin greiningagetu og samskiptatækni þá erum við afskaplega vandaðir menn. Á undanförnum árum höfum við komið víða við í rekstri og byggt upp þekkingu á gerð og greiningum ársreikninga, verðmötum einstaka verkefna og fjárfestingakosta ásamt því að hafa verið í eigin rekstri og launþegar. Við höfum til dæmis mjög mikla reynslu úr sjávarútvegi, ferðaþjónustu, hugbúnaði, fjölmiðlum og fasteignum.
Greining fjárfestingakosta og ávöxtun.
- Ertu að hugsa um að kaupa fasteign? íbúðir? Kvóta eða fjölmiðil? Er tímalína óskýr og erfitt að átta sig á ávöxtun? Endilega heyrðu í okkur ef þig vantar aðstoð við greiningu fjárfestingar eða einfaldlega til að fá endurmat á það hvort hugmyndin sem þú ert með er klikkuð. Við bjóðum alltaf frítt í fyrsta kaffi en eftir það…þá rukkum við frá litla putta upp á öxl 🙂
Verðmat fyrirtækja.
– Viltu vita hvers virði þú ert? Viltu vita hvers virði keppinauturinn er?
Heyrðu í okkur ef þú vilt fá fagmenn í verðmat
Kaup & sala fyrirtækja.
Ef það væri leyfilegt væri millinafn okkar beggja miðlun endar báðir miðlarar af guðs nánd. Í gegnum önnur verkefni og reynslu af vinnumarkaði undanfarin ár erum við með tengslanet og þekkjum til kaupenda og seljenda í mörgum mismunandi brönsum hér á landi. Endilega hafðu samband ef þig vantar menn til að hlaupa með boltann fyrir þig.
Öll verkefni eru gerð í samráði við verkkaupa en miða við tímavinnu nema annað sé ákveðið.